Grímstunga

Grímstunga, mikil sauðfjárjörð, kirkjustaður og prestssetur fyrrum. Vestan við bæinn er hrikalegt klettagil sem Álftaskálará eða Álka fellur um. Frá Grímstungu var alfaraleið suður um Grímstunguheiði til Borgar­fjarðar, nú illfær vegur suður á heiði og Stórasand. Í Grímstungu bjó til forna Óttar, faðir Hallfreðar skálds.