Grímstunga, mikil sauðfjárjörð, kirkjustaður og prestssetur fyrrum. Vestan við bæinn er hrikalegt klettagil sem Álftaskálará eða Álka fellur um. Frá Grímstungu var alfaraleið suður um Grímstunguheiði til Borgarfjarðar, nú illfær vegur suður á heiði og Stórasand. Í Grímstungu bjó til forna Óttar, faðir Hallfreðar skálds.