Grindavík

Grindavík, kaupstaður frá 1974 og útgerðarstöð. Byggðin er í þremur hverfum, Þórkötlustaðahverfi, Járngerðarstaðahverfi, þar er nú aðalbyggðin, og Staðarhverfi vestast sem er nú að mestu í eyði. Í hverfunum þremur hafa söguskilti verið sett upp. Hafnarmannvirki mikil en innsigling erfið.

Aðalatvinnuvegir; útgerð og fiskvinnsla. Árið 1909 var kirkja reist í Járngerðastaðahverfi og var hún notuð allt þar til ný kirkja var vígð 1982.

Kvikan, auðlinda- og menningarhús, er í Grindavík. Í því eru að jafnaði tvær sýningar; Saltfisetur Íslands, saga saltfiskverkunar á Íslandi, og Jarðorka, saga jarðfræði og virkjunar jarðvarma. Minnismerki um drukknaða sjómenn eftir Ragnar Kjartansson og glerlistaverkið Tyrkjaránið eftir Einar Lárusson.