Grísatunga

Grísatunga, eyði­býli ofan við Þing­hól en þar skild­ust áður al­fara­leið­ir. Lá önn­ur upp á Langa­vatns­dal, en hin, Skarðs­heið­ar­veg­ur eða Skarðs­heiði vest­ari, upp með Gljúfurá, að fjalla­baki og nið­ur hjá Hraun­dal í Hraun­­hreppi. Var hann oft far­inn til að losna við bleyt­urn­ar á Mýr­un­um, áður en veg­ir voru lagð­ir. Bleyt­ur þess­ar voru svo ill­ræmd­ar að bænd­ur úr of­an­verð­um Borg­ar­firði fóru snemma á vor­in skreið­ar­ferð­ir út und­ir Jök­ul, áður en klaki færi all­ur úr jörðu, allt að tveim­ur mán­uð­um fyrr en venju­leg­ar lesta­ferðir í kaup­stað.