Grjótagjá

Grjótagjá, sprunga með heitu vatni suður frá Jarð­baðshólum í landi Voga.

Áður vinsæll baðstaður en við jarðhræringarnar 1975–1984 hitnaði vatnið yfir 50°C svo að gjáin er óhæf til baða.

Bannað er að fara í gjána.