Gröf, þar bjó á siðaskiptatíma Jón refur Sigurðsson, banamaður Diðriks frá Mynden. Eftir vígið var hann löngum var um sig og ól tvo hesta, er hann vandi á að stökkva með sig á baki yfir Djúpin, á fyrir norðan Gröf. Heitir þar Grafarhlaup.