Grótta

Seltjarnarnes, íbú­ar voru 4.313 1. jan 2012. Á Val­­húsa­hæð voru áð­ur fálka­hús kon­ungs og voru það­an flutt­ir 200–300 fálk­ar ár­lega og hver þeirra fjög­urra gæð­­inga virði. Dregur hæðin nafn sitt af þeim. Fyrsta hring­sjá lands­ins er á Val­húsa­hæð, víðsýnt. Á hæð­inni er rák­að berg eftir ís­aldarjökul. Í Nesi er Nesstofa, stein­­hús frá 1763, reist fyrir tilstuðlan hinna dönsku stjórnvalda yfir nýskipaðan landlækni, Bjarna Pálsson. Í húsinu var m.a. apótek og rannsóknarstofa. Árið 1774 var lyfsala aðgreind frá landlæknis­embættinu. Í kjölfar þess fékk Björn Jónsson, lyfsali, hálfa jörðina til ábúðar og var Nesstofu skipt á milli þessara embætta. Var sú skipt­ing eftir endilöngu húsinu. Í Nesstofu starfaði einnig ljósmóðir. Húsið komst í einkaeign þegar embættin tvö voru flutt til Reykja­víkur upp úr 1830. Hluti af húsasafni Þjóðminjasafns Íslands frá 1979. Í umsjá Lækningaminjasafns Íslands. Þar fædd­ist Svein­björn Svein­björns­son tón­skáld (1847–1927), höf­und­­ur þjóð­söngs­ins. Nyrsti hluti Sel­tjarn­ar­ness er frið­lýstur fólk­­vang­ur, inn­an hans er Grótta, þar hef­ur ver­ið sett á stofn nátt­úru­tengt fræða­set­ur. Í Gróttu er fjölbreytt fugla­líf. Vegna fugla­vernd­unar er ó­heim­ilt að fara um svæðið frá 1.maí–1.júlí. Friðlýst 1940. Bakka­tjörn á Sel­tjarnar­nesi hefur einnig verið friðlýst. Tjörn­­in er strandvatn, en ós hennar var lokað 1960. Fjöl­skúð­­ugt fuglalíf.