Grundarfjörður

Grundarfjörður, kaup­tún við sam­nefnd­­an fjörð, hét áður Graf­ar­nes.

Kaup­höfn á tím­um ein­ok­un­ar, kaup­staða­rétt­indi 1787–1807 og 1816–36; eft­ir það lög­gilt­ur versl­un­ar­stað­ur.

Að­al­at­vinnu­­veg­ir; út­gerð og fisk­vinnsla.

Kirkja, sögusafn og sund­laug.

Við Grund­ar­fjarðarhöfn var árið 2003 af­hjúp­­að listaverkið Dáð eftir Árna John­sen til minningar um að 50 ár voru liðin frá því að Edda GK sökk í Grund­arfirði.

Skip­­verjum var bjargað um borð í nóta­bát sem strandaði við bæ­inn Suð­ur–Bár í aust­an­verðum firð­in­um. 8 af 17 mönnum kom­ust af en fjöl­skyldan á bænum átti stór­an þátt í að bjarga og hjúkra. Verkið er einnig minn­isvarði um hetjudáð sjó­manna.