Grundartangi, kísiljárnverksmiðja Íslenska járnblendifélagsins í landi Klafastaða og Kataness. Byggð 1977–80. Framleiðslan öll til útflutnings. Álverksmiðja Norðuráls tók þar til starfa 1998. Tíu önnur fyrirtæki eru starfrækt á svæðinu og alls vinna úm 1000 manns á Grundartanga.
Höfnin á Grundartanga er í eigu Faxaflóahafna.