Gufuskálar

Gufuskálar, kennt við Ketil gufu, þar var lór­an­stöð Banda­ríkja­manna með 412 m háu mastri sem stend­ur enn, er hæsta mann­virki á Ís­landi en var á sinni tíð (1963) hæsta bygg­ing í Evr­ópu. Nú notað til lang­bylgju­út­send­inga Rík­is­út­varps­ins. Við Gufu­­skála er mik­ill fjöldi fornra fiskbyrgja frá því hér var eitt mesta út­ræði und­ir Jökli. Gufuskálaland er innan Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls.