Gullborgarhellir

Gullborgarhraun, í Hnappa­dal, runn­ið frá gígn­um Gullborg. Í því eru stór­ir, sér­kenni­leg­ir hell­ar, einn þeirra Gullborgarhellir sem ýms­ir telja með­al feg­urstu hraun­hella lands­ins, eink­um sak­ir dropa­steins­myndana sem eru þar feg­urri og meiri en víð­ast ann­ars stað­ar. Hellir­inn er frið­lýst­ur og óheim­ilt að fara í hann nema með fylgd sem fæst á bæn­um Heggstöðum. Einnig eru þar mann­virki forn sem get­ið hef­ur ver­ið til að væru frá Sturl­unga­öld, en þá átti Aron Hjör­leifs­son fylgsni í hraun­inu. Sagn­ir eru um að þar hafi ver­ið til Ar­ons­hell­ir sem var höf­uð­fylgsni hans. Hann er nú týnd­ur. Árið 1979 fannst enn einn hell­ir í hraun­inu.