Gullhóll

Tröllatunga, kirkjustaður til 1906 og prestssetur. Þar finnst surtarbrandur og plöntusteingervingar á nokkrum stöðum. Það orð mun hafa komist á fyrr á öldum að þarna væru málmar og fjársjóðir fólgnir í jörðu. Útveg­uðu danskir menn sér leyfi stjórnvalda til að grafa eftir verðmætum. Grófu þeir í svonefndan Gullhól en fundu aðeins grjót og meira grjót. Í Trölla­­­tungu­kirkju var klukka ævaforn sem Þjóðminjasafnið eignaðist árið 1988.