Gullsteinn

Stóra–Giljá, á Ásum. Þar bjó Koðrán, faðir Þorvalds víðförla. Síðar, í byrjun elleftu aldar, hafði Bjarnharður hinn saxneski, trúboðsbiskup, aðsetur þar. Gullsteinn er steinn jarðfastur norðan við tún á Giljá, á honum hafði Koðrán bóndi mikla trú, uns steinninn brast við yfirsöng Friðreks biskups. Þar er nú minnismerki um fyrstu kristniboðana, Þorvald víðförla og Friðrek biskup.