Reykjanes, suðvesturtá Reykjanesskagans, gróðurlaus og eldbrunnin með brotinni hraunströnd.
Mjög mikill jarðhiti, brennisteins– og leirhverir, kunnastur hver Gunna (Gunnuhver), kenndur við konu er gekk aftur og sótti á fólk og fénað.
Þar er Reykjanesvirkjun er nýtir jarðvarmann til raforkuframleiðslu.