Gvendarbrunnar, uppsprettulindir er koma undan Hólmshrauni, skammt frá Helluvatni sunnan Suðurlandsvegar. Nafnið tengt minningu Guðmundar biskups Arasonar (1160–1237) á Hólum. Allt frá 1909 hefur Vatnsveita Reykjavíkur aflað neysluvatns úr Gvendarbrunnum og á síðari árum einnig úr borholum á Heiðmerkursvæðinu.