Hábær

Þykkvibær, byggða­kjarni sunn­an við Safa­mýri, þar er talið eitt elsta sveitaþorp á Íslandi. Þar er kart­öflu­rækt geysi­mik­il og starfrækt kartöfluverksmiðja. Fyrr­um var út­ræði nokk­urt frá sand­in­um. Þykkvabæjarkirkja áður Hábæjarkirkja, er í landi Hábæjar. Mik­il sand­græðsla. Fyr­ir­hleðsla vatn­anna hef­ur bjarg­að byggð­inni frá eyð­ingu. Talið elsta sveita­þorp á Ís­landi.