Almannaskarð, þröngt skarð sem leiðin úr Lóni lá um, 153 m. Að því brattir, skriðurunnir tindar, Skarðstindur, 488 m, að norðan en Hádegistindur 724 m, og Klifatindur, 888 m, að sunnan. Brekkan suður af skarðinu er mjög brött, 16% halli. Af Almannaskarði er einstakt útsýni yfir Hornafjörð og til jöklanna í vestri. Undir Almannaskarð liggja 1300 m löng jarðgöng.