Hádegistindur

Almannaskarð, þröngt skarð sem leið­in úr Lóni lá um, 153 m. Að því bratt­ir, skriður­unn­ir tind­ar, Skarðstindur, 488 m, að norð­an en Hádegistindur 724 m, og Klifatindur, 888 m, að sunn­an. Brekk­an suð­ur af skarð­inu er mjög brött, 16% halli. Af Al­manna­skarði er einstakt útsýni yfir Horna­fjörð og til jöklanna í vestri. Undir Almannaskarð liggja 1300 m löng jarðgöng.