Hafnarfjörður

Hafnarfjörður, kaup­stað­ur við sam­nefnd­an fjörð 10 km. sunn­an við Reykja­vík. Íbú­ar voru 26.477 1. jan. 2012. Hafn­ar­fjörð­­ur hef­ur lengi geng­ið und­ir nafn­inu „Bær­inn í hraun­inu“. Ástæð­an er hið sér­kenni­lega og fal­lega lands­lag sem mynd­­ar um­gjörð bæj­ar­ins. Norð­ur­hluti Hafn­ar­fjarð­ar, er byggð­­ur á hrauni og í Hellis­gerði, skemmti­garði Hafn­ar­fjarð­­ar, má sjá þver­skurð þessa lands­lags. Þó að hraun­ið hafi víða orð­ið und­an að láta fyr­ir hröð­um vexti mann­lífs­ins ber bær­i­nn enn sem fyrr sterkt svip­mót reg­in­af­la nátt­úr­unn­ar og höfn­­in set­ur einnig sterk­an svip á bæ­inn. Mögu­leik­ar til göngu og úti­vist­ar eru af­ar fjöl­breytt­ir inn­an Hafn­ar­fjarð­ar og á hverju vori er gef­inn út skemmti­leg­ur rat­leik­ur fyr­ir alla fjöl­­skyld­una. Stað­ir sem mæla má með eru t.d.; Hellis­gerði þar sem mik­il byggð álfa og huldu­fólks finnst og nyrsti Bonsaigarð­ur í heimi.; Víð­istaða­tún en þar er al­þjóð­leg­ur högg­­mynda­garð­ur; Ham­ar­inn, útsýnis­skífa og bú­stað­ur álfa af kon­unga­kyni; Læk­ur­inn; Ás­fjall og Ás­tjörn, sem var frið­lýst 1978 sök­um ein­stæðs fugla­lífs en er nú fólk­vang­ur. Í menn­­ing­ar­lífi Hafn­ar­fjarð­ar kenn­ir margra grasa. Í Hafnarborg, menningar og listastofnun bæjarins, eru myndlistarsýningar allt árið og er aðgangur ókeypis en auk þess eru þar haldnir tónleikar og ýmsir aðrir menningarviðburðir. Kvik­mynda­safn Ís­lands er í Hafn­­ar­firði og í hinu gamla og virta Bæj­ar­bíói eru sýndar sí­gild­­ar kvik­mynd­ir. Byggðasafn Hafnarfjarðar er með sýningaaðstöðu í sex húsum í bænum og eru að jafnaði níu sýningar í gangi í einu en aðgangur að safninu er ókeypis. Þá er lista og menn­ing­ar­há­tíð­in Bjart­ir dag­ar ár hvert í júní­mán­uði og einnig Sól­stöðu­há­tíð Fjöru­krá­ar­inn­ar og á að­vent­unni heim­sækja all­ir Jóla­þorp­ið í mið­bæn­um. Forn­ri menn­ingu land­náms­manna og vík­inga má kynn­ast í vík­inga­veislum í veit­inga­hús­inu Fjöru­kránni. Hafn­ar­fjörð­ur er einnig róm­að­ur fyr­ir fjöl­breytt úr­val að­lað­andi kaffi– og veit­inga­húsa.