Háibjalli

Seltjörn og Sólbrekkur, útivistarsvæði í landi Reykjanesbæjar. Silungi hefur verið sleppt í Seltjörn og seld veiðileyfi. Í Sólbrekkum er útigrill og leiktæki fyrir börn. Eitt af fram­tíðar­úti­vistar­svæð­um Voga er við Háabjalla og Snorrastaðatjarnir. Þangað liggur göngustígur frá Vogum undir Reykjanesbrautina. Hæstu trén við Háa­bjalla eru um 15 m há. Allar tjarn­ir­nar eru í sigdæld­um og skógar­reitirnir báðir í skjóli undir háum mis­gengis­veggjum.