Hakið

Hakið, er útsýnisstaður ofan við Almannagjá. Fræðslu­miðstöðin er rétt við útsýnisskífuna á Hakinu, þar sem gengið er niður í Almannagjá. Sýningin í fræðslumiðstöðinni er sú fyrsta hér á landi sem byggist nær eingöngu á margmiðlun. Hún er því mjög nútímaleg að allri uppbyggingu en engu að síður afar aðgengileg fyrir gesti. Sögu og náttúru Þingvallasvæðsins er gerð góð skil á stórum sjónvarpsskjám, þar sem brugðið er upp fjölbreyttu og forvitnilegu myndefni. Gestir sýningarinnar geta valið um þulartexta/skjátexta á fjórum tungumálum (íslensku, dönsku, ensku og þýsku) og stýra því sjálfir frá snertiskjám hvaða efnisatriði þeir skoða og í hvaða röð.