Hákonarstaðir

Há­kon­ar­stað­ir, land­náms­jörð á bökkum Jökulsár, gegnt Klausturseli. Brúin yfir Jökulsá, heim að bænum, er elsta akfæra brú landsins. Sér­smíð­uð í Bandaríkjunum, flutt í hlutum hingað, hnoðuð saman á stað­num og sett upp 1908. Á Klausturseli er vísir að dýra­garði, hreindýr, refir, gæsir og fleiri íslensk dýr. Þar er Gallerí með vörur úr hreindýraleðri.