Breiðabólsstaður, bæjarhverfi undir Breiðabólsstaðarfjalli með lögbýlunum Breiðabólstaður 1, 2 og 3 og Gerði og Hali. Þórbergur Þórðarson rithöfundur (1888–1974) fæddist á Hala. Fallegt minnismerki um hann og bræður hans, Steinþór og Benedikt er við þjóðveginn. Frá minnisvarðanum liggur merkt gönguleið um slóðir Þórbergs. 13 skilti varða leiðina. Á hverju þeirra eru tilvitnanir úr bók um Þórbergs um viðkomandi stað. Ef öllum skiltunum er fylgt tekur gangan um klukkustund.Unnið er að lagningu fleiri gönguleiða. Hægt er að fá leiðsögn heima á Hala en þar er Þórbergssetur, fræðasetur um minningu Þórbergs.