Hallbjarnarstaðir, í Hallbjarnarstaðakambi eru auðugustu skeljalögin. Þar bjó Kári Sigurjónsson (1875–1949), sem af eigin athugun og í fylgd með vísindamönnum varð allra manna kunnugastur lögum þessum, en brautryðjendastarf í rannsókn þeirra vann Guðmundur G. Bárðarson jarðfræðingur (1880–1933).