Hallmundarhraun

Hallmundarhraun, helluhraun komið úr eldvörpum undir Langjökul, víðast greiðfært. Heitir Skógarhraun neðst og Grá­hraun ofar inn með bæjum.

Hraunið er talið vera frá landnámsöld, talið kennt við Hallmund, bergbúa í Grett­is sögu.

Í því er Hallmundarhellir, með mannvistarleifum. Hellirinn er um 40 m langur. Fannst 1956. Auk hans eru stórhellarnir Kalmanshellir, Víðgelmir, Surtshellir, Stefáns­hellir, Franzhellir og Eyvindarhola auk margra smærri í hrauninu.