Hallormsstaðarskógur, talinn stærstur skóga á Íslandi, um 740 ha í eigu Skógræktar ríkisins.
Skógurinn er vinsælt útivistarsvæði í fjölbreyttu landslagi.
Hér eru um 40 km af gönguslóðum og mikið af merktum gönguleiðum sem finna má á gönguleiðakorti á www.skogur.is.
Í skóginum er fjölskylduvænt trjásafn með yfir 70 trjátegundum, en alls eru í skóginum um 85 trjátegundir frá um 600 stöðum víðs vegar um heiminn.
Í Atlavík eru vinsæl tjaldstæði, er víkin kunnasti staður í landi Hallormsstaðar og voru löngum haldnar þar útisamkomur. Þar er aðsetur skógarvarðarins á Austurlandi.
Megnið af Hallormsstaðarskógi var friðað fyrir beit 1905–1907, og eftir frekari friðanir og viðbætur allt til ársins 1980 nær Hallormsstaðaskógur yfir 1854 ha lands, þar af um 15 km meðfram Lagarfljóti.
Árið 1903 var stofnuð gróðrarstöðin Mörkin til ræktunar innlendra og erlendra trjátegunda og hefur hún starfað óslitið síðan.
Í Guttormslundi er að finna tré, gróðursett 1938, rússneskt lerki, ein þau hæstu á landinu.
Þjóðskógur.