Hallormsstaður

Hallormsstaður, stór­býli fyrr­um, kirkju­stað­ur til 1895, prests­set­ur til 1880. Merkast­ur prest­ur á síð­ustu öld var Sig­urð­ur Gunn­ars­son (1812– 1878), al­þing­is­mað­ur, lækn­ir og mik­il­virk­ur rit­höf­und­ur. Hús­mæðra­skóli var stofn­að­ur 1930 fyr­ir for­göngu hjón­anna Sig­rún­ar og Bened­ikts Blön­dals. Hann starfar enn en heit­ir nú Hús­stjórn­ar­skólinn á Hallormsstað. Þá er á Hall­orms­stað grunn­­skóli fyr­ir Upp­hér­að. Þar er hótel­rekstur á sumrin sem og í Hússtjórnarskólanum. Tón­list­ar­skóli er í tengsl­um við grunn­skól­ann. Skóg­ar­vörð­ur­inn á Aust­ur­­landi hef­ur haft að­­set­ur á Hall­orms­stað síð­an 1908 (sjá í umfjöllun um Hall­orms­staðar­skóg).