Hamragarðar

Kattarnef, klettahöfði sem gengur fram að Markarfljótsaurum rétt sunnan Stóra–Dals. Í Landnámu hét hana Katanes. Áður féll Markarfljót við klettinn og var þá oft erfitt að komast fyrir hann. Telja sumir að orðatiltækið „að koma einhverjum fyir kattarnef“ sé við þennan stað kennt. Um 2 km sunnan Stóra–Dals fellur gljúfurá en í henni er 1 af fegurstu og sérkennilegustu smáfossum landsins, Gljúfurárfoss (sbr. sóknarlýsing 1840), síðar nefndur Gljúfrabúi. Til að sjá hann vel er gott að ganga upp á klettsnefið framan við hann. Mikið fjölgresi er í brekkunum við fossinn. Aðeins ofar er skógræktarsvæði Skógræktarfélags Rangæinga en félagið fékk jörðina Hamragarða að gjöf árið 1962.