Úlfarsfell, 295 m. Hamrarnir vestast í fellinu eru nefndir Hamrahlíð þar er athafnasvæði Skógræktarfélags Mosfellsbæjar. Hamrarnir í norðanverðu fellinu nefnast Lágafellshamrar. Í austurhlíðum Úlfarsfells er Skyggnir, gervitunglafjarskiptastöð fyrir síma, sjónvarp og flugstjórnarumferð.