Hámundarstaðir, ysti bær á Árskógsströnd, kenndir við Hámund heljarskinn, en þar sat hann og Helgi magri hinn fyrsta vetur við Eyjafjörð. Suður af bænum rís fjall sem að líkindum er Sólarfjall er Landnáma nefnir. Heitir nú Hámundarstaða– og Krossafjall. Á Hámundarstöðum vex fágæt maríulykilstegund (Primula egaliksensis).