Hámundarstaðir

Hámundarstaðir, ysti bær á Ár­skógs­strönd, kennd­ir við Há­mund helj­ar­skinn, en þar sat hann og Helgi magri hinn fyrsta vet­ur við Eyja­fjörð. Suð­ur af bæn­um rís fjall sem að lík­ind­um er Sól­ar­fjall er Land­náma nefn­ir. Heit­ir nú Há­mund­­ar­staða– og Krossa­fjall. Á Há­mund­ar­stöð­um vex fá­gæt mar­íu­lyk­il­s­­teg­und (Primula egaliksensis).