Hánefsstaðir, þar hóf Eiríkur Hjartarson (1885–1981) skógræktartilraunir fyrir alllöngu en gaf síðan Skógræktarfélagi Eyfirðinga jörðina með öllu. Nú hefur félagið selt jörðina að undanskildum skógarreitnum. Eiríki Hjartarsyni hefur verið reist minnismerki á Hánefsstöðum.