Hánípugil

Nyrðri–Ófæra og Syðri–Ófæra, ár sem falla báðar í Eldgjá. Nyrðri–Ófæra fellur í gjána alllangt fyrir norðan veginn, eru þar í henni tveir fríðir fossar og var steinbogi yfir þann neðri, Ófærufoss, sem hrundi 1994. Síðan fellur hún eftir gjánni um hríð og úr henni um skarð og niður í Skaftá. Syðri–Ófæra kemur upp austan undir Torfajökli, fellur hún yfir Eldgjá og úr henni í miklu gljúfri, Hánípugili, og í fossi niður á Hánípufit við Skaftá. Við Syðri–Ófæru er gistiskálinn Hólaskjól.