Árskógsströnd, frá Hillum á Hámundarstaðahálsi, breitt undirlendi vel gróið, þéttbýlt. Á Árskógsströnd standa þorpin Hauganes og Árskógssandur. Í hvoru um sig búa um 120 manns. Þar snýst lífið öðru fremur um fiskveiðar og matvæla framleiðslu. Á Árskógssandi er ferjuhöfn fyrir Hríseyjarferjuna Sævar sem flytur varning og fólk til og frá Hrísey „Perlu Eyjafjarðar“. Þar er svo líka Bruggverksmiðjan Kaldi. Hægt að fara í kynningarferðir um smiðjuna. Frá Hauganesi er farið í hvalaskoðunarferðir um Eyjafjörð. Þar er einnig fyrirtækið Ektafiskur sem er löngu orðið landsþekkt fyrir framleiðslu sína á saltfiski. Fjölbreytt þjónusta er við ferðafólk og geta flestir fundið sér eitthvað við hæfi.