Haugsnes

Haugsnes, sunnan við Djúpadalsá við mynni Djúpadals. Þar var háð, á eyrunum fyrir neðan nesið, mannskæðasta orrusta á Íslandi 1246, Haugs­nes­bardagi. Áttust þar við Þórður kakali og Brandur Kolbeinsson. Féll Brandur og 105 manns, sem er mesti mannskaði við orustu hér á landi.