Haugsöræfi, fjallgarður austan Hólsfjallabyggðar með allt að 1000 m háum fjöllum. Á þessum fjallgarði er stórt vatn sem heitir Haugsvatn. Yfir fjöllin lá gömul þjóðleið milli Vopnafjarðar og Hólsfjallabæja, enda var Vopnafjörður þá verslunarstaður Hólsfjallabænda. Var sú leið um 70 km löng. Öræfin eru kennd við Haug, 965 m hátt fjall í framangreindum fjallgarði. Árið 1906 var lögð símalína um Haugsöræfi . Var hún hluti af línunni frá Seyðisfirði til Reykjavíkur en sæsímastrengurinn frá Evrópu kom þar í land á Seyðisfirði árið 1906. Árið 2005 voru endurnýjuð tvö sæluhús, sitt hvoru megin við Haug sem byggð voru við þegar línan var lögð hér yfir 1906.