Haugsöræfi

Haugsöræfi, fjall­garð­ur aust­an Hóls­fjalla­byggð­ar með allt að 1000 m háum fjöll­um. Á þess­um fjall­garði er stórt vatn sem heit­ir Haugs­vatn. Yfir fjöll­in lá göm­ul þjóð­leið milli Vopna­fjarð­ar og Hóls­fjalla­bæja, enda var Vopna­fjörð­ur þá versl­un­ar­stað­ur Hóls­fjalla­bænda. Var sú leið um 70 km löng. Ör­æf­in eru kennd við Haug, 965 m hátt fjall í fram­an­greind­um fjall­garði. Árið 1906 var lögð símalína um Haugsöræfi . Var hún hluti af línunni frá Seyðisfirði til Reykjavíkur en sæsímastrengurinn frá Evrópu kom þar í land á Seyðisfirði árið 1906. Árið 2005 voru endurnýjuð tvö sæluhús, sitt hvoru megin við Haug sem byggð voru við þegar línan var lögð hér yfir 1906.