Haukadalsskarð

Haukadalsskarð, norðan Tröllakirkju og Klambrafells og sunnan Geld­inga­fells, var áður fjölfarin leið milli Norðurlands og Vesturlands. Var sú leið einkum farin ef slæmt útlit og færð var á Holtavörðuheiði enda mun skemmra á milli byggða. Hrútafjarðarmegin liggur upp frá Melum og fylgir lengst af Ormsá. Eru þarna um 15 km milli byggða.