Haukadalsvatn

Haukadalur, all­mik­ill dal­ur og grös­ug­ur, geng­ur til aust­urs. Neðst í hon­um Haukadalsvatn, 4 km langt, sil­ungs­vatn, og allt að 40 m djúpt. Í því áttu að lifa sækýr og vera undirgöng til sjávar. Úr því fell­ur Hauka­dalsá, góð laxveiðiá, til sjávar. Skógur var fyrrum mikill í Haukadal en nú nær enginn.