Hegranes

Hegranes, landspilda milli ósakvísla Héraðsvatna, um 15 km löng og 5 km breið. Hegranesið er allháir blágrýtisásar, víða með þverhníptum hamra­­veggjum en grösug mýra– og flóasund á milli með vötnum og tjörn­um. Endar með sjávarhömrum nyrst. Talin mikil álfabyggð.