Heiðarsel

Heiðarsel, eyðibýli á austurbökkum Fjaðrár. Þar var búið fram á níunda áratug 20. aldar. Þaðan er Þorbjörg Jónsdóttir (1903–2002) sem var gift þýska þjóðháttafræðingnum dr. Bruno Schweizer (1897–1958) en hann ferðaðist um Ísland sumrin 1935, 36 og 38 og festi á blað og ljósmyndafilmu einstæðar lýsingar á lokaskeiði íslenska torfbæjarins, atvinnuháttum, samgöngum og fjölmörgum öðrum þáttum daglegs lífs á árunum þegar forna, íslenska bændasamfélagð var að líða undir lok. Myndir hans og minningar eru meginuppistaðan í hinu mikla þjóðháttariti Úr torfbæ inn í tækniöld sem kom út árið 2003.