Heiðarvatn

Steinadalsheiði, um hana liggur fjallvegur úr Kollafirði yfir í Gilsfjörð (sjá veg 60), 330 m hár. Lítið vatn er við veginn, Heiðarvatn. Þar eru þrjár vörður er minna á að þar eru mót þriggja sýslna: Stranda–, Austur–Barða­strandar– og Dalasýslu. Fær flestum bílum að sumarlagi.