Heiðmörk

Heiðmörk, friðland Reykja­vík­ur og ná­grenn­is. Fyrst frið­­­uð 1948 en stækk­uð síð­ar. Form­lega stofn­að árið 1950. Það nær yfir um 2500 hekt­ara svæði og ligg­ur meg­in­hluti þess fyr­ir sunn­an og aust­an El­liða­vatn. Skóg­rækt­ar­fé­lag Reykja­vík­ur hef­ur frá upp­hafi haft um­sjón með Heið­mörk, en að­al­bæki­stöð þess á svæð­inu er að Elliða­vatni. Þar hafa ver­ið gróð­ur­sett­ar millj­ón­ir skógar­plantna, bæði lauf– og barr­tré. Víða í Heið­mörk eru fagr­ir trjá­lund­ir og mik­ill gras­gróð­ur þar sem áður var bert land og blás­ið. Hringsjá. Hægt er að fara í fjallahjólaferðir undir leiðsögn á svæðinu.