Heiðmörk, friðland Reykjavíkur og nágrennis. Fyrst friðuð 1948 en stækkuð síðar. Formlega stofnað árið 1950. Það nær yfir um 2500 hektara svæði og liggur meginhluti þess fyrir sunnan og austan Elliðavatn. Skógræktarfélag Reykjavíkur hefur frá upphafi haft umsjón með Heiðmörk, en aðalbækistöð þess á svæðinu er að Elliðavatni. Þar hafa verið gróðursettar milljónir skógarplantna, bæði lauf– og barrtré. Víða í Heiðmörk eru fagrir trjálundir og mikill grasgróður þar sem áður var bert land og blásið. Hringsjá. Hægt er að fara í fjallahjólaferðir undir leiðsögn á svæðinu.