Heimaey

Vestmannaeyjar, eru ýmist taldar 15 eða 18, sæ­bratt­ar hamra­eyj­ar með grón­um hlíð­um og rind­um og auk þeirra nærri 30 sker og drangar. All­ar hafa eyj­arn­ar orð­ið til í neð­an­sjáv­ar­eld­gos­um, þær elstu fyr­ir u.þ.b. 10.000 árum, hluti þeirra fyr­ir 5.000 árum og þá rann m.a. Of­an­leit­is­hraun úr Helga­felli. Yngsta eyj­an, Surtsey, reis úr hafi 1963, en Surts­eyj­ar­gos­ið stóð í tæp 5 ár. 1973 gaus síð­an í Heima­ey sjálfri, einu eyj­unni sem er byggð, og komu þar upp 240 millj. rúmmetr­ar af hrauni sem að hluta fór yfir byggð Heima­eyj­ar, eða tæp 400 af 1.200 hús­um sem þar voru. Fyr­ir 1973 bjuggu 5.300 manns í Eyj­um en 1. jan. 2012 voru þar 4.192 íbúar. Fugla­líf Vest­manna­eyja er mjög fjöl­skrúð­ugt og hvergi við Ís­land verpa eins marg­ar teg­und­ir sjáv­ar­fugla. Vest­manna­eyj­ar hafa lengst­um ver­ið stærsta ver­stöð Ís­lands. Í Vest­manna­­­eyj­um er mjög glæsi­legt fiska­safn með flest­um ís­lensku nytja­fisk­un­um, steina– og fugla­safn og Náttúru­­fræði­stofa Suðurlands. Byggða­safn er þar, lista­safn og gott bóka­safn. Golfvöllur, sund­laug, gönguferðir, hestaleiga, sjóstangveiði og skoðunar­ferðir á sjó, landi og úr lofti. Sér­stæð er Sprang­an í Skip­hell­um, þar sem börn og ung­ling­ar læra bjarg­sig. Á Skans­svæð­inu er eftirlíking af staf­kirkju frá 10. öld, þjóðar­gjöf Norð­manna til Íslendinga á 1000 ára afmæli kristni­töku árið 2000 í minningu þess að Ólafur Tryggva­son gaf kirkju til Íslands þegar Hjalti Skeggjason og Gissur hvíti komu til landsins árið 1000 til að kristna Íslendinga. Skyldi kirkjan reist þar sem þeir kæmu fyrst að landi á leið sinni til Þingvalla. Á Skansinum hefur einnig verið endur­byggt annað elsta húsið í Eyjum; Land­lyst. Var það upp­haflega byggt sem fæðingar­heimili árið 1847 þegar gin­klofi var landlægur sjúk­dómur í Eyjum og 60–80% nýbura dóu úr honum. Snerist það óheilladæmi við á fáum árum. Nú er í Land­lyst safn til minningar um þessa tíma og eru þar m.a. sýnd tæki ljós­mæðra á 19. öld. Á Torf­mýri ofan við Mormónapoll hefur verið reistur minnis­varði um Íslendinga sem fluttu til Utah í Banda­ríkjun­um á árunum 1854–1914; gjöf frá Íslendinga­félaginu í Utah.