Helgafell

Helgafell, lágt fell, 73 m, en ber hátt yfir slétt­una. Á því höfðu forn­menn helgi mikla og hugð­ust deyja í fellið.

Uppi á því er lít­il tótt. Þar seg­ir sögn­in að menn fái þrjár ósk­ir upp­fyllt­ar ef geng­ið hef­ur ver­ið á fellið frá leiði Guð­rún­ar Ósvíf­urs­dótt­ur án þess að líta aft­ur eða mæla orð og bera fram ósk­irn­ar í hljóði inni í byrg­inu á fell­inu og snúa í aust­ur. Auk þess verða ósk­irn­ar að vera góðs hug­ar og eng­um sagð­ar.

Á fell­inu er hring­sjá.

Sunn­an und­ir fell­inu sam­nefnd­ur bær, kirkju­stað­ur, fyrr­um prests­setur og fræg­ur sögu­stað­ur. Þar bjó í fornöld Snorri goði og síð­ar Guð­rún Ósvíf­urs­dótt­ir, er leiði henn­ar sýnt þar.

Klaust­ur var þar frá 1184 til siða­skipta, auð­ugt að lönd­um og lausa­fé.

Voru þar haldn­ar bóka­brenn­ur af siða­skipta­mönn­um.