Helguskarð

Þyrill, 388 m, sér­kenni­legt bas­alt­fjall hömr­um gyrt. Þar finn­ast marg­ar teg­und­ir sjald­gæfra geisla­steina.

Í fjall­ið er klauf, Helguskarð, sem sag­an seg­ir að Helga jarls­dótt­ir hafi klif­ið upp með syni sína á flótta­num eft­ir víg Hólm­verja þeg­ar hún hafði synt með þá til lands úr Geirs­hólmi.

Und­ir fjall­inu sam­nefnd­ur bær er mjög kem­ur við Harð­ar sögu. Í Þyr­ils­klifi var unn­ið líp­ar­ít til sem­ents­gerð­ar.