Þyrill, 388 m, sérkennilegt basaltfjall hömrum gyrt. Þar finnast margar tegundir sjaldgæfra geislasteina.
Í fjallið er klauf, Helguskarð, sem sagan segir að Helga jarlsdóttir hafi klifið upp með syni sína á flóttanum eftir víg Hólmverja þegar hún hafði synt með þá til lands úr Geirshólmi.
Undir fjallinu samnefndur bær er mjög kemur við Harðar sögu. Í Þyrilsklifi var unnið líparít til sementsgerðar.