Hellissandur, útgerðarþorp, hluti Snæfellsbæjar. Í Sjómannagarðinum er minjasafn. Í garðinum er minnismerkið Jöklarar eftir Ragnar Kjartansson.
Minnisvarðinn Beðið í von eftir Grím Marinó Steindórsson er á Hellissandi. Hann er til minningar um árabátaútveg liðinna alda, sjómenn sem lutu í lægra haldi fyrir Ægi og konur og börn sem biðu upp af lendingunni á Brekkum og báðu þar og vonuðu.