Hellissandur

Hellissandur, út­gerð­ar­þorp, hluti Snæ­fells­bæj­ar. Í Sjó­­manna­garð­in­um er minja­safn. Í garð­in­um er minn­is­merk­ið Jöklar­ar eft­ir Ragn­ar Kjart­ans­son.

Minnisvarðinn Beðið í von eftir Grím Marinó Steindórsson er á Hellissandi. Hann er til minning­ar um árabátaútveg liðinna alda, sjómenn sem lutu í lægra haldi fyrir Ægi og konur og börn sem biðu upp af lendingunni á Brekkum og báðu þar og vonuðu.