Hengifoss

Hengifoss, einn af hæstu foss­um á land­inu, 128,5 m, í Hengi­fossá skammt inn­an við Brekku.

Í gil­inu, sem er fag­urt og fjöl­breyti­legt, er surt­ar­brand­ur og stein­gerv­ing­ar.

Ann­ar foss neð­ar í ánni heitir Litlanesfoss, við hann fagr­ar stuðla­bergs­súl­ur, einhverjar þær hæstu á landinu.