Hengifoss, einn af hæstu fossum á landinu, 128,5 m, í Hengifossá skammt innan við Brekku.
Í gilinu, sem er fagurt og fjölbreytilegt, er surtarbrandur og steingervingar.
Annar foss neðar í ánni heitir Litlanesfoss, við hann fagrar stuðlabergssúlur, einhverjar þær hæstu á landinu.