Herdísarvík

Herdísarvík, vest­asta býli í Ár­nes­sýslu, áður stór­býli með miklu út­ræði og sjást þess mikl­ar minj­ar.

Fyr­ir ofan bæ­inn hamra­brún, Her­dís­ar­vík­ur­fjall, sem marg­ir hraun­foss­ar hafa fall­ið fram af.

Í Her­dís­ar­vík lifði Ein­ar Bene­dikts­son skáld (1864–1940) síð­ustu ævi­ár sín og and­að­ist þar. Nú í eigu Há­skóla Ís­lands.

Þjóðsögur segja að víkin heiti eftir Herdísi nokkurri er bjó þar en Krýsa systir hennar bjó í Krísuvík. Áttust þær illt við og lögðu hvor á aðra.