Herdísarvík, vestasta býli í Árnessýslu, áður stórbýli með miklu útræði og sjást þess miklar minjar.
Fyrir ofan bæinn hamrabrún, Herdísarvíkurfjall, sem margir hraunfossar hafa fallið fram af.
Í Herdísarvík lifði Einar Benediktsson skáld (1864–1940) síðustu æviár sín og andaðist þar. Nú í eigu Háskóla Íslands.
Þjóðsögur segja að víkin heiti eftir Herdísi nokkurri er bjó þar en Krýsa systir hennar bjó í Krísuvík. Áttust þær illt við og lögðu hvor á aðra.