Herðubreiðarlindir

Herðubreiðarlindir, gróðurvin, 5-6 km norður frá Herðubreið. Ótal lindir koma undan hraunrönd og sameinast í Lindaá. Gróður fagur og þroskamikill, m.a. gulvíðir og hvönn. Einn fegursti og friðsælasti bletturinn á miðhálendi Íslands. Þar er Eyvindarkofi undir hraunkambi, talinn að uppruna handaverk og dvalarstaður Fjalla-Eyvindar.