Herfell

Loðmundarfjörður, 6–7 km lang­ur en djúp­ur. Inn af firð­in­um er breið­ur, grös­ug­ur dal­ur, víða mýr­lend­ur. Hann klofn­ar inn­an­vert í Bárð­ar­staða­dal og Norð­dal, milli þeirra er Herfell, 1064 m. Fjalla­hring­urinn er til­komu­mikill. Frá suð­ur­strönd fjarð­ar­ins ligg­ur gönguleið og reið­veg­ur um Hjálmár­dals­heiði til Seyð­is­fjarð­ar. Í Loð­­mund­ar­firði voru tíu bæir og stundum tví­býli á sum­um þeirra. Nú eru þeir all­ir í eyði en á Sævarenda er sinnt um æðarvarp og ferðaþjónusta var rekin í Stakkahlíð í áraraðir.