Hestfjall

Hestfjall, 317 m. Í því sjást gömul fjöruborð og sjávarminjar finnast þar í um 120 m hæð. Þar sem hæst ber heita Hesteyru.

Fjallið mikið gróið, mjög víðsýnt þaðan. Talið er að í góðu skyggni sjáist til 20 kirkna.

Yfir Hestfjall liggur vegur að veiðihúsi á Gíslastöðum.

Munnmæli herma að göng liggi undir Hestfjall og að í því sé ferlegt skrímsli. Ef skrímslið skríður burt fellur Hvítá inn í göngin og þornar þá fyrir neðan þau.

Sumarið 2000 urðu tveir öflugir jarðskjálftar á Suðurlandi og átti annar þeirra upptök sín við suðurhlíðar Hestfjalls.