Heydalir, oft nefndir Eydalir, kirkjustaður og prestssetur. Vegna landkosta og hlunninda lengi í röð eftirsóttustu brauða landsins. Frægastur presta þar Einar Sigurðsson (1538–1626). Talinn einn kynsælastur Íslendinga á seinni öldum og mesta sálmaskáld sinnar aldar. Kunnastur er jólasálmurinn „Nóttin var sú ágæt ein“. Þar hefur verið unnin mikil skógrækt á vegum Skógræktarfélags Breiðdælinga og skemmtilegar gönguleiðir eru um Heydali og Staðarborg.