Hjaltabakki

Hjaltabakki, bær á Ásum, kirkjustaður til 1895 og prestssetur nær jafnlengi.

Skammt frá Hjaltabakka strandaði skip snemma á 19. öld og lék grunur á að strandrán hefði verið framið. Spannst af svokallað Beina­mál.

Þar fæddur Steinn Jónsson (1660–1739) biskup, sem Steinsbiblía er kennd við.